Jaeja, tad er margt búid ad gerast sídustu daga, skólinn byrjadi á midvikudegi og vá, hvad tad var skrítid! Allir í bekknum kynntu sig fyrir mér og svo fengum vid gos, snakk og nammi bara til ad halda upp á ad ég vaeri komin og til ad bjóda mig velkomna! Svo eru allir ótrúlega yndislegir vid mig í skólanum og held ég hafi sjaldan fengid jafnmargar vinabeidnir a nokkrum dogum. Ein stelpan í skólanum sagdi mér ad ég og Paula vaerum odruvísi og tess vegna svona spennandi og ad allir strákarnir í skólanum myndu drepa fyrir deit med okkur (veit nú ekki hversu satt tad er, hahaha!) Tad er samt ótrúlegt hvad krakkarnir eru almennilegir vid okkur, sumir hópast alveg í kringum mann og ég hef nokkrum sinnum turft ad syngja fyrir mismunandi krakka tví ég sagdi teim ad mér fyndist gaman ad syngja. Fyrst gerdi ég tad í skólanum og allir kloppudu tvílíkt mikid fyrir mér. Svo eru margir sem segja ad ég sé med falleg augu og sé falleg, rosalega gaman ad heyra tad, tíhí! En vonandi verd ég bara ein af teim eftir smá tíma, tau aettu ekki ad setja mig á stall bara tví ég er odruvísi.
Pabbi Brendu og Renzo kom heim fyrir svona 3 dogum. Vid sóttum hann á flugvollinn og mér leid pínu eins og ég vaeri fyrir tví ad amma, afi og eitthvad fraendfolk var tarna svo ég fór bara upp og beid tar. Tá helltist yfir mig svakaheimtrá tví tau voru ad upplifa endurfundi og sameiningu medan ég var ekki ein af teim og oll fjolskylda mín og vinir eru heima á Íslandi. Host-bródir minn var samt algjort yndi og tók alveg eftir tví ad eitthvad vaeri ad. Sídustu daga hef ég upplifad smá laegd tví ég sakna audvitad svo margra heima og líka íslensks matar og vatns og sérstaklega tess ad geta ekki talad íslensku vid neinn, gerdi mér ekki grein fyrir tví hvad tad er stór hlutur í lífinu ad geta talad sitt eigid tungumál! En tetta er alls ekkert til ad hafa áhyggjur af (dettur nokkrar manneskjur í hug sem gaetu fengid smá sting í hjartad vid ad lesa tetta) tví tetta er fullkomlega edlilegur partur í tessu ferli sem skiptinám er og tetta er mjog vaegt tví dvolin hér hefur verid yndisleg.
Tad er margt ólíkt vid Ísland og Perú, svona litlir hlutir sem ég tek eftir.
1. Umferdin, vá hvad hún er grídarlega ólík umferdarmenningu Íslands. Tegar Renzo kom ad ná í mig til ad fara med mig heim vorum vid fimm manneskjur + leigubílstjórinn og enginn notadi belti! Tetta er eitthvad sem mér hefdi ekki einu sinni dottid í hug á Íslandi. Svo er eitt mjog perúskt og tad er hinn svokalladi Mototaxi, mjog skemmtileg blanda af leigubíl og mótorhjóli (einhverskonar yfirbygging yfir hjólinu og jafnmorg saeti og í bíl en stundum er tad einu saeti faerra tví tad er ekki alltaf haegt ad sitja hja bilstjoranum, rosalega fyndid). Fór í gaer á diskótek med Renzo og vid vorum 5 í aftursaetinu og takid er svo lágt ad teir sem sátu ofan á snertu nánast takid med hausnum (og engin belti audvitad, ekki fríka út mamma). Svo er allt einhvern veginn í óreidu í umferdinni, íslensk umferd er mun skipulagdari og tau eru ekki med gangbrautarljós (bíd bara eftir ad einhver mototaxi keyri mig nidur og brjóti á mér útlim eda tvo, en verd bara ad vera rosalega vakandi).
2. Matarmenningin, ég hef talad smá um hana ádur en gleymdi ad minnast á ad tau nota aldrei hnífa, bara annadhvort gaffal eda skeid. Svo deila allir matnum sínum med hinum í skólanum, ég reyni ad gera tad líka en tad er nú eitthvad eftir af íslensku nískunni í manni enntá.
3. Eitt sem Perúbúar gera sem mér finnst rosalega krúttlegt er ad segja: "Aha" í stadinn fyrir "já" (tetta er eiginlega hlidstaeda íslenska ordsins "akkúrat")
4. Djammid, okei, fór nú bara einu sinni reyndar en tad sem er ólíkt er ad tau fara um hábjartan dag, vid logdum af stad um trjúleytid og fórum heim um sexleytid. Gaman ad segja frá tví ad tegar ég fór í gaer fórum vid fyrst med mototaxi og á heimleidinni tókum vid straetó sem var trodfullur og vid turftum ad standa. Smakkadi churro í fyrsta sinn eftir "djammid" og vá, tad er svo gott! Svona saett braudmeti med einhverju saetu og klistrudu inn í.
5. Straetó, okei, gaeti tengst umferdarmenningunni en tetta er svo fyndid fyrirbaeri ad tad faer spes umfjollun. Semsagt í gaer fékk ég ad kynnast tessari menningu og tetta er svo skrítid midad vid Ísland! Okei, í dyragaettinni stód karl sem minnti mig á spaenskan Gísla Rúnar og var med tvílíka reykingarodd, ekki svona hása heldur nánast eins og vaeri verid ad kyrkja hann. Hann var semsagt midakarlinn og alltaf tegar straetóinn stoppadi opnadi hann hurdina og hélt á skilti med ferdaáaetlun straetósins og kalladi til fólks eitthvad á spaensku, líklega til ad fá tad til ad koma med. Svo var tvílíkur aesingur ad ná fólki upp í straetóinn, hann rétt svo stoppadi og teyttist svo áfram. Karlinn hélt í band á hurdinni og stundum labbadi hann út úr straetó tegar hann var enntá á smá ferd og hoppadi svo snogglega upp í hann aftur og straetóinn teystist af stad, alveg ótrúlegt og ég vaeri nú smeyk í tessari vinnu! Svo gekk hann bara á milli fólks og rukkadi tau um fargjaldid. Ég átti nú bágt med ad flissa ekki tví tetta er bara allt annar heimur fyrir mér!
6. Afmaelispartý. Í gaer héldum vid upp á afmaeli Brendu og vorum líka ad fagna tví ad pabbi krakkanna vaeri kominn heim. Vid fengum ótrúlega gott svínakjot, hrísgrjón og einhverja rót sem kallast "juga" held ég (svipad kartoflu). Svo var líka gos og rosagód terta í eftirrétt. Hérna er hefd fyrir afmaelisbarnid ad taka einn bita af afmaeliskokunni adur en hun er skorin og ad sjalfsogdu gerdi Brenda tad. Ég gaf henni liti og spong í afmaelisgjof sem ég versladi hérna úti, vissi ekkert hvad ég átti ad kaupa en held hún hafi verid ánaegd, hún kyssti mig allavega og takkadi mér fyrir (ooohhh, hún er svo mikil rúsína, elska hana!). Svo var karaoke og fullordna fólkid song og svo var dansad og hlegid og tetta var bara yndislegt (verd nú ad segja ad tetta skákar íslensku veislunum ). En tetta var kannski ekki svo hefdbundid afmaeli tví vid vorum líka ad fagna heimkomu pabbans, svo tetta var kannski meira fullordins.
7. Búdarmenningin, hér eru ótal litlar búdir á hverju strái. Ég tarf t.d. bara ad labba yfir gotuna og ég er komin inn í búd. Taer eru litlar og trongar og ég held tad séu alveg 4-5 búdir bara alveg vid "blokkina" mína. Hér er allt rosalega ódýrt, keypti mér íspinna (mmm...hann var svo gódur) sem var svona svipadur á staerd og lúxusíspinni og hann kostadi eitt og hálft sol sem er kannski svona 70 kr. í mesta lagi! Verd ad passa mig á tessu, aetla ad reyna ad takmarka nammi-og ískaup, svo held ég líka ad peningurinn klárist fljótt ef madur er alltaf ad kaupa eitthvad lítid eins og nammi og tyggjó (safnast tegar saman kemur). Var rosastolt af mér fyrir ad ná ad kaupa gjofina hennar Brendu ein, var smá kvídin og var ad vonast til ad Renzo kaemi med mér en svo reddadist tetta audvitad.
Svo trátt fyrir menningarmismuninn, heimtrána og skilningsleysi á spaenskunni er tetta búid ad vera frábaer upplifun og hér er allt svo heimilislegt og kósý. Allir koma vel fram vid mig og tad sem er odruvísi en heima mun bara byggja mig upp og tad er gaman ad odlast nýja reynslu og odruvísi sýn á heiminn.
Tangad til naest, ást og fridur, Jóna Kristín.
fimmtudagur, 29. ágúst 2013
þriðjudagur, 20. ágúst 2013
Los Olivos!!!
Ferðin byrjaði á því að ég vaknaði klukkan 6 og gerði mig til og svo fór ég út á flugvöll og kvaddi fjölskyldu mína sem var frekar erfitt, sérstaklega fyrir mig og mömmu. Svo fór ég í flugvél í fyrsta skipti og það var mjög spennandi en eftir smástund varð það frekar venjulegt og það var frekar erfitt að sofa í flugvélinni svo ég beið þess bara að fluginu lyki. Eftir það tók við 11 klst. bið á JFK - flugvellinum en sem betur fer var ég með Láru og Ernu, íslensku stelpunum og þær fá sko endalausar þakkir því ég hefði aldrei komist á leiðarenda án þeirra enda aldrei komið á flugvöll áður. Gaman að segja frá því að ég fékk McDonald's hamborgara í fyrsta skipti í svona 4-5 ár, namminamm! Loks fórum við í seinna flugið og það var bara magnað að sjá yfir New York - borg enda komin nótt og öll borgin uppljómuð!
Í Lima gistum við tvær nætur í skóla og það var frekar sérstök upplifun því það var allt harðlæst, við fengum semsagt ekkert að fara út fyrir múrana sem umluktu skólalóðina. Svo var ekki heitt vatn svo ég fór í köldustu sturtu sem ég hef tekið á ævinni held ég bara sem fór rosavel í kvefið sem ég nældi mér í og var farið að láta á sér kræla í flugvélinni til New York. Það var vel séð um okkur og við fengum mjög góðan mat. Ég kynntist mjög skemmtilegum skiptinemum þarna, einni stelpu frá Frakklandi, annarri frá Kanada, stelpum frá Sviss og stelpu frá Þýskalandi sem býr nú reyndar fyrir ofan mig! Ég fann smá fyrir menningarmuninum í "skiptinemabúðunum" því sumir voru mjög opnir og hressir og vildu tala við mann meðan aðrir krakkar frá öðrum löndum töluðu bara sitt tungumál sín á milli og svöruðu manni kannski en spurðu einskis til baka. Host-bróðir minn kom svo að sækja mig þegar við höfðum gist tvær nætur í skólanum og ég var svo hissa á því að sjá hann því ég hélt hann myndi sækja mig um kvöldið. Ég tók leigubíl með Paulu (þýsku stelpunni) og Simon frá Sviss. Við vorum fimm í leigubílnum ásamt leigubílstjóranum svo við þurftum að troða og mér fannst það ótrúlegt því þetta er aldrei gert á Íslandi. Svo komum við heim og húsið er þriggja hæða blokk og ein íbúð á hverri hæð. Ég er á 2. hæð og Paula á 3. hæð en Simon býr aðeins lengra í burtu frá okkur stelpunum.
Húsið er gríðarlega ólíkt heimili mínu á Íslandi og það er kannski smá sveitastemmning við það má segja. Mér finnst það rosalega kósý og við erum alltaf í skónum inni (spurði Renzo hvort ég ætti ekki að fara úr þeim, ég er svo gáfuleg, en til að vita þarf að spyrja ;) ).
Ég sef með Brendu, litlu systur minni í herbergi og Sef með teppi sem er reyndar mun þægilegra en ég bjóst við. Það er frekar kalt á nóttunni svo ég sef í sokkum og langermabol. Hérna er líka bara kalt vatn en köldu sturturnar venjast ágætlega og þetta verður örugglega mjög kærkomið í sumar. Það er vetur núna fyrir þeim en dagarnir hér eru eins og ágætisvordagar á Íslandi.
Maturinn hérna er mjög ólíkur og matarvenjur líka. Hér er mikið borðað af hrísgrjónum og kjúklingi og hádegismaturinn er rosalega stór. Í morgunmat er alltaf brauð og heit mjólk (fékk það sem ég held að hafi verið heit mjólk, polenta sem er eins og pínuponsulítil grjón og kanil og sykur, ótrúlega gott). Í hádegismat er oftast réttur með kjöti, grænmeti og hrísgrjónum og líka súpa! Í kvöldmat er eitthvað kjöt eða afgangar úr hádegismatnum. Við drekkum vatn með matnum eða heitt vatn með jurtum og ég held líka sykri því þetta er mjög sætt og ég kýs frekar að drekka eintómt, kalt vatn. Ó, já, þau borða rosalega mikinn rauðlauk með matnum en sem betur fer finnst mér rauðlaukur mjög góður.
Fyrsta daginn tók ég úr töskunum og fékk fisk og súpu að borða. Það er engum orðum ofaukið að Perúbúar séu nýtnir því ég fékk heilan fisk, kannski 15-20 cm langan, með hausi, sporði og roði. Engar áhyggjur, hann var mjög góður og ég borðaði hann með bestu lyst og roðið líka. ;)
Svo kynntist ég Angelu sem er 15 ára frænka Brendu og Renzo og hún er bara yndisleg! Hún elskar k-pop og hún fór að kenna mér spænsku þegar ég sýndi henni vinnubókina mína sem ég notaði í spænsku 103 og 203. Hún var ekkert smá þolinmóð við mig og mér líkar rosalega vel við hana og alla í fjölskyldunni. Fór svo út með Brendu, Angelu og Job sem er 13 ára og host-bróðir Paulu. Ég fór með þeim út í garðinn rétt fyrir utan húsið með hundinum okkar Chestnut, hann er svo rosalega mikið krútt og svo lítill að það hálfa væri hellingur! Svo eigum við líka kanínu sem heitir Bombon og Paula á líka pínulítinn krútthund sem heitir Velita. Daginn eftir hjálpaði tók ég létt skokk um morguninn með Angelu og ég hjálpaði Violetu aðeins í eldhúsinu og hún kenndi mér nokkur spænsk orð. Hún er alveg yndisleg og ég vona að ég nái spænskunni fljótt svo ég geti farið að tala almennilega við hana.
Í gær fór ég með Renzo og vinum hans a dansæfingu og þau kenndu mér nokkur spor sem var sjúklega gaman og þau eru öll svo flinkir dansarar. Eftir það spjölluðum við helling saman (á ensku) og það er mjög þægilegt að tala við hann því hann er rólegur og auðveldur í umgengni. Vonandi verðum við góðir vinir því mér finnst ég strax vera afslöppuð í kringum hann eins og við séum félagar. Hérna er sérútvarpsstöð fyrir ensk lög svo ég get hlustað á ensku líka þó mér finnist gaman að hlusta á spænskuna en ég skil bara svo lítið því miður.
Ég fór að skoða skólann í dag með Paulu og Simon þó hann sé reyndar ekki að fara í þennan sama skóla og við. Skólastjórinn talaði við okkur og kynnti okkur fyrir starfsfólkinu og það var smá yfirþyrmandi þegar ég fattaði hvað Paula er orðin rosalega góð í spænsku og skilur nánast allt meðan ég skil bara eitt og eitt orð. Svo þurftum við að standa fyrir framan tvo bekki meðan skólastjórinn kynnti okkur. Það var pínu fyndið að fyrst hélt hann að ég héti Jónas sem ég leiðrétti því ég vil helst halda mínu rétta og kvenlega nafni. ;) Svo fengum við skólabúninginn sem er reyndar mun íburðarminni en ég hélt, dökkblá hettupeysa með nafni skólans í gulum stöfum á vinstra brjósti. Svo fengum við líka rauða hettupeysu og rauðar buxur sem ég held við eigum að nota þegar við förum í tónlistar-og danstíma á laugardögum (já, elskurnar mínar, það er skóli á laugardögum). Ef ég skildi það rétt byrjar skólinn korter í átta og er búinn korter yfir tvö svo hann er ekkert svo lengi sem er bara rosafínt.
Þetta verður að duga í bili elskurnar, skrifa vonandi fljótlega aftur!
Kossar og knús,
Jóna.
laugardagur, 10. ágúst 2013
4 dagar í fjörið!
Það er frekar skondið að segja frá aðstæðum Birnu Rósar, alveg yndislegrar stelpu sem ég kynntist í grunnskóla og er núna stödd í Paraguay sem skiptinemi. Í stuttu máli hafði hún verið eitthvað stressuð yfir því hvernig bera átti nafn host-bróður síns fram og spurt einn sjálfboðaliðann (ef ég skildi söguna rétt). Þá tók hann fram nafnspjaldið sitt og spurði: "þetta nafn?" Þá hafði hann verið með henni allan þennan tíma og ekki sagt henni neitt um að hann væri hluti af fósturfjölskyldunni. Þetta fannst henni mjög fyndið og þegar ég las þetta á blogginu hennar fannst mér þetta fyndið og hugsaði með mér að hún væri nú meiri kjáninn að hafa ekki fattað þetta.
Einhverjum dögum síðar fæ ég póst með fleiri upplýsingum um fjölskyldu mína (hafði aðeins fengið nafn mömmunnar u.þ.b. mánuði áður). Þegar ég er að skoða nöfnin á fjölskyldumeðlimunum fer ég allt í einu að hlæja og segja eitthvað á þessa leið: "Ertu ekki að grínast?!" Allir í fjölskyldunni minni fara að spyrja hvað sé í gangi og ég segi þeim það. Þá hafði perúskur strákur sem heitir Renzo sent mér vinabeiðni á facebook og ég samþykkti hana þar sem ég stóð í þeirri trú að hann væri sjálfboðaliði í AFS-samtökunum í Perú. Ég var búin að spjalla þó nokkuð mikið við hann og hann hafði sagt mér að hann væri á vegum AFS í Perú. En kemst ég svo ekki að því, mánuði eftir að ég samþykkti hann sem vin á facebook að hann er host-bróðir minn! Jæja, Birna, þú lést allavega ekki plata þig í mánuð eins og ég. ;)
Ég er orðin svo spennt fyrir þessu öllu! Í fjölskyldunni eru mamma, pabbi, Renzo (sem er fæddur 1993) og Brenda, jafngömul Valdísi yngstu systur minni (8 ára). Ég held að ég og Renzo eigum margt sameiginlegt, hann spilar á píanó (ég er reyndar hætt að æfa fyrir löngu) og dansar og hann virðist vera skemmtilegur og bara algjört yndi. Ég hlakka svo mikið til að fá að kynnast öllu þessu nýja fólki og öllum þessum nýju siðum. :)
Reyni að skrifa fljótlega aftur! :D
P.S. Var að komast að því að útivistartíminn minn í Perú verður til 8 á kvöldin. Það verður fyndið og skemmtilegt að venjast því eftir allt kæruleysið á Íslandi. ;)
Einhverjum dögum síðar fæ ég póst með fleiri upplýsingum um fjölskyldu mína (hafði aðeins fengið nafn mömmunnar u.þ.b. mánuði áður). Þegar ég er að skoða nöfnin á fjölskyldumeðlimunum fer ég allt í einu að hlæja og segja eitthvað á þessa leið: "Ertu ekki að grínast?!" Allir í fjölskyldunni minni fara að spyrja hvað sé í gangi og ég segi þeim það. Þá hafði perúskur strákur sem heitir Renzo sent mér vinabeiðni á facebook og ég samþykkti hana þar sem ég stóð í þeirri trú að hann væri sjálfboðaliði í AFS-samtökunum í Perú. Ég var búin að spjalla þó nokkuð mikið við hann og hann hafði sagt mér að hann væri á vegum AFS í Perú. En kemst ég svo ekki að því, mánuði eftir að ég samþykkti hann sem vin á facebook að hann er host-bróðir minn! Jæja, Birna, þú lést allavega ekki plata þig í mánuð eins og ég. ;)
Ég er orðin svo spennt fyrir þessu öllu! Í fjölskyldunni eru mamma, pabbi, Renzo (sem er fæddur 1993) og Brenda, jafngömul Valdísi yngstu systur minni (8 ára). Ég held að ég og Renzo eigum margt sameiginlegt, hann spilar á píanó (ég er reyndar hætt að æfa fyrir löngu) og dansar og hann virðist vera skemmtilegur og bara algjört yndi. Ég hlakka svo mikið til að fá að kynnast öllu þessu nýja fólki og öllum þessum nýju siðum. :)
Reyni að skrifa fljótlega aftur! :D
P.S. Var að komast að því að útivistartíminn minn í Perú verður til 8 á kvöldin. Það verður fyndið og skemmtilegt að venjast því eftir allt kæruleysið á Íslandi. ;)
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)