fimmtudagur, 29. ágúst 2013

Skólinn og fleira :D

Jaeja, tad er margt búid ad gerast sídustu daga, skólinn byrjadi á midvikudegi og vá, hvad tad var skrítid! Allir í bekknum kynntu sig fyrir mér og svo fengum vid gos, snakk og nammi bara til ad halda upp á ad ég vaeri komin og til ad bjóda mig velkomna! Svo eru allir ótrúlega yndislegir vid mig í skólanum og held ég hafi sjaldan fengid jafnmargar vinabeidnir a nokkrum dogum. Ein stelpan í skólanum sagdi mér ad ég og Paula vaerum odruvísi og tess vegna svona spennandi og ad allir strákarnir í skólanum myndu drepa fyrir deit med okkur (veit nú ekki hversu satt tad er, hahaha!) Tad er samt ótrúlegt hvad krakkarnir eru almennilegir vid okkur, sumir hópast alveg í kringum mann og ég hef nokkrum sinnum turft ad syngja fyrir mismunandi krakka tví ég sagdi teim ad mér fyndist gaman ad syngja. Fyrst gerdi ég tad í skólanum og allir kloppudu tvílíkt mikid fyrir mér. Svo eru margir sem segja ad ég sé med falleg augu og sé falleg, rosalega gaman ad heyra tad, tíhí! En vonandi verd ég bara ein af teim eftir smá tíma, tau aettu ekki ad setja mig á stall bara tví ég er odruvísi. 
Pabbi Brendu og Renzo kom heim fyrir svona 3 dogum. Vid sóttum hann á flugvollinn og mér leid pínu eins og ég vaeri fyrir tví ad amma, afi og eitthvad fraendfolk var tarna svo ég fór bara upp og beid tar. Tá helltist yfir mig svakaheimtrá tví tau voru ad upplifa endurfundi og sameiningu medan ég var ekki ein af teim og oll fjolskylda mín og vinir eru heima á Íslandi. Host-bródir minn var samt algjort yndi og tók alveg eftir tví ad eitthvad vaeri ad. Sídustu daga hef ég upplifad smá laegd tví ég sakna audvitad svo margra heima og líka íslensks matar og vatns og sérstaklega tess ad geta ekki talad íslensku vid neinn, gerdi mér ekki grein fyrir tví hvad tad er stór hlutur í lífinu ad geta talad sitt eigid tungumál! En tetta er alls ekkert til ad hafa áhyggjur af (dettur nokkrar manneskjur í hug sem gaetu fengid smá sting í hjartad vid ad lesa tetta) tví tetta er fullkomlega edlilegur partur í tessu ferli sem skiptinám er og tetta er mjog vaegt tví dvolin hér hefur verid yndisleg.

Tad er margt ólíkt vid Ísland og Perú, svona litlir hlutir sem ég tek eftir.
1. Umferdin, vá hvad hún er grídarlega ólík umferdarmenningu Íslands. Tegar Renzo kom ad ná í mig til ad fara med mig heim vorum vid fimm manneskjur + leigubílstjórinn og enginn notadi belti! Tetta er eitthvad sem mér hefdi ekki einu sinni dottid í hug á Íslandi. Svo er eitt mjog perúskt og tad er hinn svokalladi Mototaxi, mjog skemmtileg blanda af leigubíl og mótorhjóli (einhverskonar yfirbygging yfir hjólinu og jafnmorg saeti og í bíl en stundum er tad einu saeti faerra tví tad er ekki alltaf haegt ad sitja hja bilstjoranum, rosalega fyndid). Fór í gaer á diskótek med Renzo og vid vorum 5 í aftursaetinu og takid er svo lágt ad teir sem sátu ofan á snertu nánast takid med hausnum (og engin belti audvitad, ekki fríka út mamma). Svo er allt einhvern veginn í óreidu í umferdinni, íslensk umferd er mun skipulagdari og tau eru ekki med gangbrautarljós (bíd bara eftir ad einhver mototaxi keyri mig nidur og brjóti á mér útlim eda tvo, en verd bara ad vera rosalega vakandi).

2. Matarmenningin, ég hef talad smá um hana ádur en gleymdi ad minnast á ad tau nota aldrei hnífa, bara annadhvort gaffal eda skeid. Svo deila allir matnum sínum med hinum í skólanum, ég reyni ad gera tad líka en tad er nú eitthvad eftir af íslensku nískunni í manni enntá. 

3. Eitt sem Perúbúar gera sem mér finnst rosalega krúttlegt er ad segja: "Aha" í stadinn fyrir "já" (tetta er eiginlega hlidstaeda íslenska ordsins "akkúrat")

4. Djammid, okei, fór nú bara einu sinni reyndar en tad sem er ólíkt er ad tau fara um hábjartan dag, vid logdum af stad um trjúleytid og fórum heim um sexleytid. Gaman ad segja frá tví ad tegar ég fór í gaer fórum vid fyrst med mototaxi og á heimleidinni tókum vid straetó sem var trodfullur og vid turftum ad standa. Smakkadi churro í fyrsta sinn eftir "djammid" og vá, tad er svo gott! Svona saett braudmeti med einhverju saetu og klistrudu inn í.

5. Straetó, okei, gaeti tengst umferdarmenningunni en tetta er svo fyndid fyrirbaeri ad tad faer spes umfjollun. Semsagt í gaer fékk ég ad kynnast tessari menningu og tetta er svo skrítid midad vid Ísland! Okei, í dyragaettinni stód karl sem minnti mig á spaenskan Gísla Rúnar og var med tvílíka reykingarodd, ekki svona hása heldur nánast eins og vaeri verid ad kyrkja hann. Hann var semsagt midakarlinn og alltaf tegar straetóinn stoppadi opnadi hann hurdina og hélt á skilti med ferdaáaetlun straetósins og kalladi til fólks eitthvad á spaensku, líklega til ad fá tad til ad koma med. Svo var tvílíkur aesingur ad ná fólki upp í straetóinn, hann rétt svo stoppadi og teyttist svo áfram. Karlinn hélt í band á hurdinni og stundum labbadi hann út úr straetó tegar hann var enntá á smá ferd og hoppadi svo snogglega upp í hann aftur og straetóinn teystist af stad, alveg ótrúlegt og ég vaeri nú smeyk í tessari vinnu! Svo gekk hann bara á milli fólks og rukkadi tau um fargjaldid. Ég átti nú bágt med ad flissa ekki tví tetta er bara allt annar heimur fyrir mér!

6. Afmaelispartý. Í gaer héldum vid upp á afmaeli Brendu og vorum líka ad fagna tví ad pabbi krakkanna vaeri kominn heim. Vid fengum ótrúlega gott svínakjot, hrísgrjón og einhverja rót sem kallast "juga" held ég (svipad kartoflu). Svo var líka gos og rosagód terta í eftirrétt. Hérna er hefd fyrir afmaelisbarnid ad taka einn bita af afmaeliskokunni adur en hun er skorin og ad sjalfsogdu gerdi Brenda tad. Ég gaf henni liti og spong í afmaelisgjof sem ég versladi hérna úti, vissi ekkert hvad ég átti ad kaupa en held hún hafi verid ánaegd, hún kyssti mig allavega og takkadi mér fyrir (ooohhh, hún er svo mikil rúsína, elska hana!). Svo var karaoke og fullordna fólkid song og svo var dansad og hlegid og tetta var bara yndislegt (verd nú ad segja ad tetta skákar íslensku veislunum  ). En tetta var kannski ekki svo hefdbundid afmaeli tví vid vorum líka ad fagna heimkomu pabbans, svo tetta var kannski meira fullordins.

7. Búdarmenningin, hér eru ótal litlar búdir á hverju strái. Ég tarf t.d. bara ad labba yfir gotuna og ég er komin inn í búd. Taer eru litlar og trongar og ég held tad séu alveg 4-5 búdir bara alveg vid "blokkina" mína. Hér er allt rosalega ódýrt, keypti mér íspinna (mmm...hann var svo gódur) sem var svona svipadur á staerd og lúxusíspinni og hann kostadi eitt og hálft sol sem er kannski svona 70 kr. í mesta lagi! Verd ad passa mig á tessu, aetla ad reyna ad takmarka nammi-og ískaup, svo held ég líka ad peningurinn klárist fljótt ef madur er alltaf ad kaupa eitthvad lítid eins og nammi og tyggjó (safnast tegar saman kemur). Var rosastolt af mér fyrir ad ná ad kaupa gjofina hennar Brendu ein, var smá kvídin og var ad vonast til ad Renzo kaemi med mér en svo reddadist tetta audvitad.

Svo trátt fyrir menningarmismuninn, heimtrána og skilningsleysi á spaenskunni er tetta búid ad vera frábaer upplifun og hér er allt svo heimilislegt og kósý. Allir koma vel fram vid mig og tad sem er odruvísi en heima mun bara byggja mig upp og tad er gaman ad odlast nýja reynslu og odruvísi sýn á heiminn.
Tangad til naest, ást og fridur, Jóna Kristín.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli