miðvikudagur, 4. september 2013

Poco a poco!


Jæja, önnur umferđ, tar sem allt sem ég hafđi skrifađ eyddist á tessari blessuđu spjaldtölvu sem Brenda var svo yndisleg ađ lána mér.

Var búin ađ vera í 4 daga fríi, frá fimmtudegi til sunnudags, sem ég kunni vel ađ meta.  Gerđi samt ekki mjög mikiđ, fór í bíó međ Paulu og Job (host-bróđur hennar) sem var mjög gaman og viđ keyptum stærsta popp-poka sem ég hef séđ á ævinni!
Langar ađ segja frá nokkrum manneskjum hérna. Í fyrsta lagi host-mamma mín, hún er yndisleg en ekki mjög mikiđ heima, hún er sálfræđingur en kennir litlum krökkum (nánast alveg eins og mamma mín). Svo er Marily, held hún sé fjölskylduvinur en er ekki alveg viss.  Hún eldar alltaf hádegismat fyrir okkur og gefur mér og Brendu morgunmat. Hún er yndisleg, alltaf brosandi og miklu lágvaxnari en ég (eins og flestir hérna reyndar, hahaha). Svo er hún međ svo skemmtilegan hlátur og hún er bara falleg ađ innan sem utan.  Svo er Brenda, litla systir mín algjör dúlla og minnir mig stundum á Valdísi, enda eru tær jafngamlar. Vicky, host-mamma Paulu er alltaf ađ hjálpa mér og henni međ allt fyrir skólann og ég má alltaf kíkja í heimsókn til teirra sem ég er mjög ánægđ međ. Paula, tyski skiptineminn...ja, held ég geti alveg sagt ađ hún sé besta vinkona mín hérna, hún er 2 árum yngri en ég tek aldrei eftir tví! Hún er mjög troskuđ og svo fyndin, tađ er auđvelt fyrir okkur ađ hlæja saman og tađ er rosagott ađ tala viđ hana.  Svo er hún auđvitađ bráđfalleg! Svo eru flestar stelpurnar í skólanum ótrúlega fínar og strákarnir líka. Kynntist líka stelpu á facebook sem er núna í Argentínu en er perúsk og viđ tölum mikiđ saman sem er rosalega skemmtilegt tví viđ tölum mikiđ um íslenska og perúska menningu. Síđast verđ ég ađ nefna host-bróđur minn Renzo.  Ég veit varla hvađ ég myndi gera hérna án hans! Hann talar ensku svo hann getur tytt fyrir mig tó hann sé reyndar farinn ađ "neyđa" mig til ađ tala spænsku međ tví ađ tykjast ekki skilja tegar ég tala ensku.  Svo er hann bara alltaf svo almennilegur viđ mig og einlægur og viđ tölum oft saman ef viđ erum ađ hugsa um eitthvađ sérstakt.  Annars eru allir hérna mjög góđir viđ mig, svo perúska tjódin í heild sinni fær lof frá mér fyrir tađ, hahaha!

Skólinn venst ágætlega en stundum vil ég fá ađ vera ein í smá stund. Ekki af tví ađ tađ er eitthvađ ađ krökkunum, alls ekki, mér finnst bara gott ađ vera ein.  Svo eru nokkrir ađrir hlutir viđ skólann sem ég tarf ađ venjast.  Í fyrsta lagi eru rosalega mikil læti í bekknum.  Ég var orđin vön tví í MH ađ nemendur réttu upp hönd til ađ fá ađstođ frá kennaranum og tađ væri í mesta lagi mas í bekknum.  Hérna æpa allir sem turfa hjálp: "teacher" eđa "profe".  Á međan sit ég bara og glósa, les bók, lita eđa skrifa í dagbókina mína.  Í öđru lagi eru rosalega strangar reglur í skólanum.  Tađ er bannađ ađ vera međ lokka annars stađar en í eyrunum, skylda ađ vera í gallabuxum eđa allavega síđbuxum og skólapeysunni, strákarnir eru stuttklipptir og stelpurnar ómálađar međ snúđ í hárinu.  Tetta er reyndar ekki svo mikiđ mál tó ég hafi pirrađ mig á tví í fyrstu (sérstaklega tegar ég átti ekki hárteygjur og var áminnt fyrir ađ vera međ slegiđ hár).  Síđasta atriđiđ er tegar viđ turfum ađ fara í salinn tar sem viđ erum í frímínútum og standa í röđum.  Svo höldum viđ vinstri höndinni uppi eins og hermenn, stígum eitt skref til hliđar međ vinstri fæti, leggjum höndina niđur og stígum saman.  Ég get varla varist brosi tegar viđ gerum tetta tví ég sé enn ekki tilganginn og mér líđur eins og veriđ sé ađ tjálfa litla hermenn.  Tetta er samt frábær skóli og ég ætla ekki ađ láta svona smáatriđi skyggja á hvađ tetta er frábær reynsla.  Enda er tađ einmitt tađ sem manni finnst skrítiđ, ótægilegt og erfitt sem troskar mann held ég.

Eitt rosaskemmtilegt sem mig langar ađ segja frá er perúska sápuóperan sem ég er ađ reyna ađ fylgjast međ.  Hún heitir "Mi amor, el wachimán" eđa "ástin mín, öryggisvörđurinn" og já, tetta er sko alveg jafnhallærislegt og tađ hljómar! Sápuóperan fjallar semsagt um unga konu og öryggisvörđinn, ástir teirra og örlög.  Tegar ég byrjađi ađ horfa á tetta var búiđ ađ skjóta vörđinn.  Á spítalanum tar sem hann lá á milli heims og helju voru unga konan, mamma hennar, mamma varđarins og auđvitađ aukatíkin*.  Ég skildi nú ekki mikiđ en ađ sjálfsögđu fór mamman ađ öskra á ungu konuna tví einhverra hluta vegna var tad henni ađ kenna ađ hann var skotinn.  Aukatíkin stóđ tétt viđ hliđ mömmunnar á međan unga kona grenjađi og mamma hennar varđi hana fyrir ljótum orđum mömmu varđarins.  Sem betur fer lifđi vörđurinn af...svo er bara ađ bíđa og sjá hvernig fer!

*Aukatíkin er karakter sem ég held ađ sé mjög algengur í S-Amerískum sápuóperum.  Hennar hlutverk er ađ vera kyntokkafull og algjör nađra viđ ađalkarakterinn (ef hann er kvenkyns).  Hún hefur ekki áberandi persónuleika en er alltaf tarna, bara til ađ koma međ andstyggilegar athugasemdir um ađalpersónuna.

Spænskan gengur ekkert rosalega vel hjá mér enda langar mig svo ađ segja allt rétt svo ég segi bara ekki neitt ef ég veit ekki alveg hvernig.  En ætla ađ reyna ađ bæta úr tví og finna einhver kennslumyndbönd á netinu og svona.  Ástæđan fyrir titlinum "poco a poco" er ađ smám saman læri ég inn á menninguna hérna, tungumáliđ og siđina tó tađ gangi stundum erfiđlega.  "Poco a poco" tyđir einmitt "skref fyrir skref". Skrifa meira bráđlega, chao for now! ;)

1 ummæli:

  1. Frábært að lesa skrifin þín...þú segir svo skemmtilega frá. Spænskan kemur í rólegheitunum hjá þér - það er hundrað %. Njóttu þín áfram í botn og Ciao bella !

    SvaraEyða