sunnudagur, 8. september 2013

Feliz en Perú!

Hvar á ég nú ad byrja? Tad er svo margt skemmtilegt búid ad gerast undanfarid og ég finn hvernig ég er farin ad adlagast og kunna ad meta Perú.  Mér finnst t.d. byggingarnar mjog sjarmerandi, flest húsin eru úr múrsteini og myndu engan veginn teljast ásaettanleg á Íslandi en tad er bara eitthvad vid stemmninguna, loftid, fólkid...tad er svo kósý.  Ádur en ég fór til Perú fannst mér tad vera hinn fullkomni stadur fyrir mig, gódur matur, fólk er mjog náid, heilsast med kossum, mikid gert úr fjolskyldubodum, mikil skemmtun og morg partý.  Tetta kann ég rosalega vel ad meta hérna, tó ég verdi ad passa mig á ad spyrja alltaf hvort ég megi fara út eda hitta vini mína.  Hérna er tad alls ekki sjálfsagt og host-mamma mín sagdi mér ad hérna spyrja mommurnar alltaf med hverjum madur er og hvert madur er ad fara og hvenaer madur kemur heim o.s.frv.  Reyndar hefur alls ekki verid eins erfitt og ég hélt ad adlagast en ég veit ad ég geng ekki um á sléttum vegi og tad eru steinar og daeldir sem munu tvaelast fyrir mér í tessari dvol.  En fátt er óyfirstíganlegt og ég aetla bara ad taka jákvaednina á tetta allt og hvernig get ég annad tegar allt er búid ad vera svona yndislegt hérna?!


Ég er nú samt búin ad vera med orlitla heimtrá, enda allir ad deila myndum á facebook sem tengjast skólanum og busaballid í MH hefdi ég viljad fara á.  Svo tegar ég spyr frétta er alltaf eitthvad ad gerast hjá vinum mínum, bústadaferdir, boll og fleira en ég veit ad ég er ad graeda miklu meira á tví ad vera hérna og eins og elsku mamma sagdi: "tad verda 100.000 taekifaeri til ad djamma á Íslandi en bara eitt taekifaeri til ad fara í skiptinám".  Svo kem ég bara heim og rek alla vini mína út á lífid med mér! Krakkar, verid vidbúin! ;)


Í gaer og fyrradag upplifdi ég tvo langskemmtilegustu dagana mína í Perú hingad til.  Í fyrradag fór ég med Renzo og vinum hans Luiz, Alessandra og Nathaly í bíó og vid fórum á City of bones.  Ég beid fyrst eftir vinum Renzo med honum á straetóstoppistodinni og tad var ótrúlega fyndid.  Renzo sagdi mér ad allir vaeru ad horfa á mig og tegar ég leit í straetisvagnana var alltaf allavega ein manneskja sem horfdi á eftir mér.  Svo voru nokkrir perrakallar, svona 40-50, t.d. einn sem var ad vinna í straetó sem keyrdi framhjá vid ad láta fólk borda og taka mida og svona.  Hann stód í "dyragaettinni" á straetónum og tegar ég leit á hann blikkadi hann mig og setti stút á varirnar! Ég er audvitad svo vandraedaleg ad ég fór alltaf bara hlaeja og Renzo hló líka med mér og á endanum skellihlógum vid saman ad tessu og hann sagdi mér ad ég vaeri geimvera.  Hér eru líka allir med náttúrulega kolsvart hár svo ég er mjog ljóshaerd fyrir teim trátt fyrir ad vera skolhaerd á Íslandi.  Svo fórum vid í straetó og í bíóid.  Ég var svo einfold ad gera mér ekki grein fyrir tví ad hún vaeri á spaensku.  Svo komst ég audvitad ad tví tegar myndin byrjadi og skildi audvitad rosalega lítid. Var samt ánaegd med mig tegar ég skildi eitthvad, hahaha! Myndin var skemmtileg trátt fyrir lítinn skilning á henni og hún var bara nokkud vel talsett fannst mér, tetta var alls ekki svo kjánalegt!  Alessandra er gód í ensku svo ég gat talad vid hana og hún og Renzo týddu fyrir mig tegar ég taladi vid hina.  Svo fórum vid og ég keypti gjof fyrir afmaelid sem var daginn eftir og ég kem betur inn á seinna.  Fórum í tívolí í tvo taeki sem var ótrúlega skemmtilegt og ég hló svo mikid í taekjunum! Svo tókum vid leigubíl heim og Luiz sagdi ad ég tyrfti ekkert ad borga í honum!  Ég er svo ótrúlega takklát Renzo fyrir ad leyfa mér ad vera med honum og vinum sínum og vinir hans eru svo yndislegir vid mig! Tau eru oll í kringum 20 ára en mér finnst ég alveg eiga jafnvel vid tau og krakkana í skólanum mínum.  Hahaha, sem minnir mig á...einn strákur hérna hélt ég vaeri 22 ára og tveir strákar hafa haldid ad ég vaeri 24 ára! Mér finnst tad alveg ótrúlegt, en hér er ég hausnum haerri en margar stelpurnar og kannski er ég fullordinsleg í útliti í ollum londum, ég veit tad ekki.  
Svo fórum vid heim til okkar Renzo og spjolludum saman og ég song fyrir krakkana, hahaha, tad er ekkert stopp á tví.  Ad lokum skreid ég í baelid enda klukkan ordin 4 um nótt. Ég er svo snidug, svo var skóli daginn eftir, aetla nú ekkert ad segja frá tví hvenaer ég maetti, tíhí! En tad var allt í lagi tví tetta voru bara ítrótta,-dans og tónlistartímar og ég gerdi ekki neitt nema fara í bodhlaup.

Daginn eftir, í gaer semsagt, fór ég í skólann eins og ég var rétt í tessu ad segja frá.  Um daginn fórum vid svo í fjolskyldumatarbod tví einhver átti afmaeli (skammadist mín hrikalega, vissi ekkert hver átti afmaeli, svo afmaelisbarnid fékk engar kvedjur frá mér). Tar hitti ég Simon sem er skiptinemi frá Sviss og Antoniu sem er sjálfbodalidi frá Týskalandi.  Fyndid ad segja frá tví ad vid erum oll "skyld" semsagt ég, Paula, Simon og Antonia líka minnir mig.  Ég og Paula erum systkinaborn, t.e.a.s. "mommur" okkar eru systur.  Svo er Simon fraendi minn, en foreldrar mommu minnar eru host-foreldrar hans (svo hann er eins og bródir Violetu, trátt fyrir ad vera bara 19 ára, hahaha, vorum ad grínast med tad í gaer ad hann vaeri "uncle" okkar Paulu). Mig minnir ad Antonia sé svo hjá annarri systur Violetu, teirri sem hélt afmaelisbodid.  Mér finnst aedislegt ad vid séum oll svona tengd, tá fáum vid taekifaeri til ad vera saman, tad er svo gott ad geta talad vid adra skiptinema. 
Svo bordudum vid forrétti og súpu og tad var nú meira! Tad voru heil egg í súpunni, bara sodin í súpunni í skurninni! Vid skiptinemarnir hofdum aldrei vitad annad eins.  Svo tegar adalrétturinn kom var ég svo sodd ad ég hafdi enga lyst á svínakjotinu.  Ég er nú líka pínu pjattrófa tó tad sé erfitt ad vidurkenna...tarna var semsagt búid ad brytja heilt svín nidur og setja inn í ofn.  Svo fékk madur sína sneid med fitu, skinni og nokkrum hárum á skinninu líka! Ég fór inn í eldhús og var tá ekki bara hausinn af svíninu í einni ofnskúffunni, enn med tennur og kannski augu líka, en tau voru lokud sem betur fer.  Fór líka á markad um daginn og tad var sama sagan med kjúklingana, teir voru heilir, med klóm og augum og ollu, bara búid ad reyta tá.  Svo sá ég "gúí", veit ekkert hvernig tad er skrifad á spaensku.  Tad er nagdýr, veit ekki hvort tad sé naggrís, fannst tad virdast adeins staerra.  Tad lá á bordinu, búid ad kljúfa tad í tvennt svo oll innyflin sáust og ad sjálfsogdu voru klaer og tennur á tví líka.  
En aftur ad afmaelinu.  Ég og Paula fórum upp á tak svo ég gaeti kennt henni ad dansa, tví hún er ekki besti dansarinn, fyrirgefdu elsku Paula mín! Hahaha, svo vorum vid bara á takinu í allra augsýn og dilludum okkur! Hún nádi tessu samt mjog vel, hún má alveg eiga tad! Svo spjolludum vid saman, held vid verdum bara betri og betri vinkonur.  


Loks fórum vid heim og gátum farid ad undirbúa okkur fyrir tad sem okkur hafdi hlakkad til allan daginn....la quinceañera! Quince týdir 15 og añera held ég ad sé einhver brenglun á ordinu año sem týdir ár.  Quinceañera er semsagt veisla sem stelpur í Sudur-Ameríku halda tegar taer verda 15 ára.  Stelpa í bekknum hennar Paulu hafdi bodid henni og Paula og Katty vinkona mín í skólanum baud mér med teim tví tad mátti bjóda einni manneskju med sér.  Ég og Paula gerdum okkur til saman og vorum audvitad allt of seinar! Mirian vinkona mín kom ad saekja mig tví vid aetludum ad fara saman, svo turfti hún ad bída heillengi eftir okkur, greyid! En svo var Renzo ekkert tilbúinn strax svo vid bidum líka eftir honum, tví vid megum ekkert fara án hans.  Paula var rosasaet í bleikum kjól sem hún leigdi sér tví hún átti engann.  Mirian var somuleidis algjor skvísa og Renzo ótrúlega myndarlegur í skyrtu og allt! Sjálf var ég frekar odruvísi klaedd en hinar stelpurnar, adeins fullordinslegri held ég, meira svartklaedd.  Svo var ég eina "ljóshaerda" manneskjan á ollum stadnum svo ég held ég hafi verid frekar áberandi, hahaha!
Vid komum um 12-leytid í afmaelid (en hérna er víst venja ad hafa tad frekar seint, held tad hafi byrjad 9-10).  Tetta er svipad og fermingarveislur á Íslandi nema bara miklu staerra! Ég hef aldrei séd slíkan kjól sem afmaelisstelpan, Patty, var í.  Hann var bleikur og toppurinn alskreyttur steinum.  Svo var pilsid tvílíkt stórt og fór svona út eins og ballerínupils gera og úr svipudu efni nema tad voru morg log af tvi svo tad nádi nidur á gólf. Patty var med gervineglur, kórónu og skartgripi, smá uppsett og krullad hár og stóra skartgripi.  Tetta var líkara giftingu prinsessu heldur en 15 ára afmaeli, svo mikid var lagt í tetta allt! Hún dansadi líka vid aettingja sína, venjulega er dansad vid pabbann en hann var erlendis.  Menn med sverd og í einkennisbúningum donsudu í kringum hana og lyftu sverdum og tetta var bara ótrúlegt (gleymdi ég ad minnast á sápukúluvélina? Ó, ókei....tad var SÁPUKÚLUVÉL tarna!).  Tjónar gengu í kringum oll bord med ótrúlega góda smárétti og svo var bodid upp á eplavín.  Ég var búin ad taka mér glas tegar mér var sagt ad tetta vaeri áfengt svo ég fékk bara vinkonu mína til ad drekka úr mínu glasi líka, hahaha!  Hér er víst venja ad bjóda upp á nokkra sopa tó ad krakkarnir séu kannski 14-15 ára.  Ég er svoddan prinsípp-brjálaedingur og vil alls ekki smakka áfengi ad ég fékk svakalegt samviskubit tegar ég smakkadi drykk á bordinu sem reyndist svo áfengur. Paula stríddi mér og sagdi: "aaaahhh, tú drakkst áfengi!" og ég oskradi á hana á móti ad tad teldist ekki med, ég hefdi haldid ad hann vaeri óáfengur.  
Í adalrétt var kjúklingur og hrísgrjón og Coca-cola og Inca Kola (sem er vinsaell gosdrykkur hérna, skaergulur á litinn.  Mér finnst hann rosalega gódur tví hann minnir mig á Frískamín, tíhí).  Ótrúlega gott allt saman.  Svo var fullt af saetum réttum á bordi sem ég steingleymdi ad smakka!  Renzo og vinir hans í danshópnum voru med atridi ásamt Patty, FÁRÁNLEGA flott og ég og hinar stelpurnar urdum gjorsamlega ástfangnar af ollum strákunum í danshópnum enda fátt meira adladandi en strákur sem getur dansad (ad mínu mati allavega). ;)  Sídan var sko djammad! Vid Íslendingar verdum ad herda okkur í veislunum tví vid komumst sko ekki med taernar tar sem Perúbúar hafa haelana! Tarna var snilldarplotusnúdur og fyrst var enginn ad dansa.  Svo fór eitt par á dansgólfid og ég sagdi vid Renzo: "QUIERO BAILAR!" svo hann bad vin sinn um ad dansa vid mig.  Hann er kalladur Negro tví hann er dekkri en margir adrir (hér er tetta ekki módgun, alls ekki eins og ad segja ad einhver sé negri).  Hann er fáránlega gódur dansari og var algjort krútt ad kenna mér.  Svo kom fullt af odru fólki á dansgólfid og tá var sko djammad!  Strákarnir hérna eru miklu meiri dansarar en teir íslensku og tad var mikid um rassadill og mjadmahreyfingar skulum vid segja.  Svo kom fólk í sirkusbúningum og einn var á stultum!!! Fengum líka flautur, hawaii-hálsmen og glow-armbond og tad var: "la hora loca" eda "klikkadi tíminn" (hljómar alls ekki eins vel á íslensku).  Tad var tvílíkt stud og ég og Paula vorum mjog leidar yfir ad turfa ad fara strax tegar host-pabbi hennar kom ad saekja okkur.  En svo spjolludum vid saman eftir ballid og ég fékk ad gista hjá henni. :D  

Jaeja, elskurnar, tad kjaftar á mér hver tuska og núna er ég búin ad neyda ykkur í ad lesa tetta langa blogg.  Takk aedislega fyrir ad nenna ad lesa og tad er svo gaman ad heyra frá ykkur og heyra gód ummaeli um mig og bloggid.  Naest skal ég reyna ad hafa tetta styttra og skrifa frekar oftar. ;)
Chao for now, 
Joint!

4 ummæli:

  1. Gaman að fá að lesa meira :)
    Þetta er hefur greinilega verið þvílíkt stuð og upplifun að fara í þessa veislu. Þú kannski kemur með nokkra períu takta í næstu familíveislu.

    Ciao
    JK

    SvaraEyða
  2. Alls ekki hafa þetta styttra - það er svo gaman að lesa skrifin þín. Mikið er þetta æðislegt ævintýri sem þú ert að upplifa - haltu áfram að njóta í botn. La vita e bella :)

    SvaraEyða
  3. Gaman að lesa, samála ekki stytta þetta neitt! Gott að vita að þú ert svona ánægð, hugsa oft til þín sæta :*

    SvaraEyða
  4. This is the most cost-effective price of titanium - Titanium Art
    This is the most cost-effective price mens titanium earrings of titanium titanium white fennec crystals. We will where is titanium found explain this by saying that you'll need to titanium dioxide sunscreen buy a few of the most expensive stones and titanium bmx frame

    SvaraEyða