föstudagur, 24. janúar 2014

Framfarir

Hæhæ! Smá blogg í tilefni þess að í gær var ég búin að vera mánuð uppi á Grensás.  Það er rosalega margt búið að gerast á þessum stutta tíma og ég  finn það sjálf að allt verður auðveldara með hverjum deginum.  Til þess að þið áttið ykkur betur á þessu ætla ég að setja saman smá lista yfir helstu framfarir, þó það sé nú mont í mér.

*Á mun auðveldara að færa mig úr rúmi og í stólinn og öfugt og frá stólnum og yfir á breiðan bekk get ég einstaka sinnum farið alveg sjálf á milli (mun auðveldara á bekknum en á rúmi).

*Get klætt mig sjálf í teygjusokka, sokka, peysu og bol, en fæ smá hjálp við buxurnar og brjóstahaldarann.

*Er farin að lyfta aaaaðeins þyngra í tækjasalnum á Grensás.

*Get setið og lyft löppunum með höndunum upp á bekk (með erfiðleikum þó).

*Setjafnvægið er mun betra.

*Get tappað af mér (losað mig við þvag) sjálf, þarf samt smá meiri æfingu, hahaha!

*Get fært mig af stólnum yfir á klósett og öfugt.

*Get sest upp sjálf úr liggjandi stöðu (erfiðara en það hljómar).

*Kemst yfir lágan þröskuld (já, það er æft sérstaklega).

Ég er aðallega að segja ykkur þetta til þess að koma því á framfæri að það er svo margt hægt ef viljinn er fyrir hendi og það er vel hægt að ná árangri á stuttum tíma.

Svo er ég auðvitað í skólanum og held það gangi bara ágætlega, vinir mínir sem eru með mér í tíma eru mjög duglegir að hjálpa mér og bara allir í skólanum mjög elskulegir og tilbúnir að hjálpa finnst mér.
Ég hitti Örnu Sigríði um daginn en hún slasaðist fyrir sjö árum.  Hún er bara ótrúleg manneskja, svo sterk og jákvæð og það var svo frábært að fá að tala við hana því ég VISSI að hún skildi mig.  Svo talaði ég við Aðalbjörgu sem er á svipuðum aldri og mamma og hún er líka svona jákvæð og æðisleg og hún hvatti mig svo mikið, það er bara ómetanlegt að hafa fólk í kringum sig sem hægt er að tala við og skilur mig.

Elísabet frá    www.trendnet.is    kom svo um daginn og sagðist vera með "smá glaðning" handa mér.  Það voru semsagt tveir flugmiðar til Evrópu!  Ég spurði hana bara hvort þau væru eitthvað klikkuð minnir mig.  Vá, ég var svo ótrúúúúúlega ánægð! Ég þakka stelpunum á trendnet bara kærlega fyrir og mæli með að þið kíkið á þessa síðu.

Hún Hrefna, skólasystir mín í MH spurði hvort að hún mætti taka myndir af mér og auðvitað sagði ég já við því, fannst bara voða gaman að einhverjum fyndist það spennandi.  Ég hitti hana svo í fyrsta skipti bara þegar hún tók myndirnar og hún er ekkert smá næs manneskja og þetta var ekkert vandræðalegt þó við hefðum aldrei talað saman áður nema í gegnum facebook.  Ég var rosalega sátt með myndirnar svo ég ætla að setja nokkrar hérna inn.  Þar sem ég er furðufugl bað ég hana sérstaklega um að taka myndir af örinu, langaði bara að eiga myndir af því, því það er partur af mér núna OG mér finnst það alveg smá badass. ;)
 Ég mæli með því að þið kíkið á síðuna hennar líka, hún er alveg rosalega flinkur ljósmyndari.     http://www.hrefnabjorg.com/







Svo er bara eitt í viðbót sem var bara það besta við alla vikuna.  Föstudaginn 24. janúar fékk ég að fara í græju sem lét mig standa! Þegar ég horfði niður á lappirnar á mér byrjaði ég að brosa og fljótt fóru tárin að streyma ég var svo hamingjusöm.  Það var bara algjörlega ómetanlegt að fá að standa, þó ég fyndi auðvitað ekki fyrir því með löppunum.  Það eru svona litlir hlutir sem gera daginn betri, reynum að meta þá!

Það er þá ekki meira í bili, bæjó!



14 ummæli:

  1. Gangi þér áfram vel, baráttukona, og stöðugt betur og betur. Með þetta viðhorf í farteskinu mun fátt standa í vegi fyrir þér.
    Kær kveðja,
    Elín St.

    SvaraEyða
    Svör
    1. Takk fyrir það Elín, ég geri það!

      Eyða
  2. Flottar myndir af þér. Frábært hvað þú ert opin og tilbúin að gefa af þér. Sannarlega góð fyrirmynd og algjör töffari :) kveðja Gulla

    SvaraEyða
  3. Baráttukveðjur Jóna, og flottar myndir :-)

    SvaraEyða
  4. Rosalega ertu sterk og jákvæð :)
    Þú smitar frá þér góðri orku og styrkleika- endilega halda áfram að skrifa. Þú ert algjör hetja og viðhorf þín eru mikil hvatning fyrir alla sem fylgjast með þér.
    Gangi þér vel

    SvaraEyða
  5. Gangi þér áfram vel Jóna Kristín! Hugsa til þín.
    Kveðja, Arnbjörg

    SvaraEyða
  6. Virkilega fínar myndir af þér Jóna Kristín. Það er aðdáunarvert hve vel og einlæglega þú skrifar, hvort sem var þegar allt lék í lyndi í Perú eða núna þegar baráttan fyrir batanum stendur yfir. Ég hef lengi verið þess fullviss um að þú munir ná langt í lífinu og styrkist í þeirri trú eftir því sem ég les meira frá þér. Gangi þér vel Jóna Kristín,
    Kveðja, Unnur.

    SvaraEyða
  7. duglega jákvæða frænka mín, gangi þér áfram sem best. kv Pálina

    SvaraEyða
  8. Me alegra mucho de que estas mejorando , y que sigan siendo muy optimista .. Mis mejores deseos ;)

    SvaraEyða
  9. Baráttukveðjur til þín hugrakka, jákvæða hetja. Það mega margir taka þig til fyrirmyndar. Þín er framtíðin!

    SvaraEyða
  10. Flottar myndir af þér Jóna Kristín enda flottur ljósmyndari hún Hrefna Björg :) Haltu fast í hana Pollýönnu - hún gerir kraftaverk :)
    Kveðja, Anna Lilja

    SvaraEyða
  11. Vá! Ég var búin ad vera voda döpur eftir erfidan dag og eftir ad lesa bloggid titt brosti ég med tárin í augunun thakklát fyrir allt sem ég hef! Tú ert innblástur og hvattning til okkar allra og mikid hlakka ég til tegar tú tekur fyrstu skrefin, ég veit ad tad mun gerast!

    SvaraEyða
    Svör
    1. Þetta er ástæðan fyrir því að ég skrifa þetta blogg! Ef ég get fengið einhvern til að hugsa aðeins jákvæðar eða líða aðeins betur er markmiðinu náð! Takk kærlega fyrir að skrifa til mín! :)

      Eyða